GKG: Viktor Snær Ívarsson púttmeistari GKG 2015!
[Þann 26. mars s.l.] fór fram innanfélagspúttmót í Kórnum og mættu um 30 hressir keppendur til leiks. Leiknir voru þrír hringir og töldu tveir bestu hringirnir.
Viktor Snær Ívarsson, ungur kylfingur úr keppnishópi GKG, sigraði á frábæru skori, 20 undir á tveimur hringjum! Viktor Snær var því krýndur púttmeistari GKG 2015.
Úrslit mótsins voru eftirfarandi:
1. Viktor Snær Ívarsson -20
2. Ólafur Sigurðsson -18
3. Jóhann Ingibergsson -17
Einnig fór fram sérstök nándarkeppni í Foresight herminum okkar, en keppendur fengu þrjár tilraunir á 7. braut Belfry vallarins, þar sem teigurinn var staðsettur 110 metra frá holu. Þorsteinn Þórsson átti besta höggið, en hann endaði 3,32 m frá holu.
[GKG þakkar] keppendum fyrir skemmtilega kvöldstund.
Heimild: GKG
Texti: Úlfar Jónsson
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
