Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2015 | 10:00

LPGA: Kerr sigurvegari Kia Classic

Það var bandaríski kylfingurinn Cristie Kerr, sem stóð uppi sem sigurvegari á Kia Classic móti vikunnar á LPGA.

Cristie lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (67 68 68 65) en það var einkum glæsilokahringur hennar upp á 65 högg sem tryggði henni sigurinn.

Í 2. sæti varð Mirim Lee, sem búin var að leiða mestallt mótið en hún lék á samtals 18 undir pari, og nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko varð í 3. sæti á samtals 17 undir pari.

Nýliðinn Alison Lee varð í 4. sæti á samtals 16 undir pari og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Inbee Park í 5. sæti á samtals 15 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Kia Classic SMELLIÐ HÉR: