Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2015 | 19:00

Evróputúrinn: Ramsay sigurvegari í Marokkó – Hápunktar 4. dags

Skotinn Richie Ramsay sigraði á  Hassan Trophée II mótinu, sem fram fór í Agadír, Marokkó, en mótið var mót vikunnar á Evróputúrnum.

Ramsay lék á samtals 10 undir pari, 278 höggum (72 66 71 69).

Á dramatískum lokahring fékk Ramsay 4 fugla í röð á 3.-6. holu og var kominn 3 högg í forystu. Hann eyddi þeirri forystu á næstu 2 holum þar sem hann fékk fyrst skolla og svo skramba. Þarna var hann kominn 2 höggum á eftir Romain Wattel frá Frakklandi.

En þá var komið að seinni fuglaröð Ramsay sem hann fékk á 12.-14. holu og vann Wattel með 1 höggi.

Þetta er 3. sigur Ramsay á Evrópumótaröðinni en fyrri sigrar hans komu á SA Open árið 2010 og European Masters árið 2012. Ramsay tileinkaði konu sinni, Angelu sigurinn sem og bróður sínum Robin og sagði m.a. eftir sigurinn: „Ég bara sagði við mig, að þetta væri minn tími!“

Til þess að sjá lokastöðuna á Hassan Trophée II SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Hassan Trophée II SMELLIÐ HÉR: