Rúnar Arnórsson, GK. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2015 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota luku leik í Kaliforníu í 17. sæti

Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota tóku þátt í The Goodwin, bandarísku háskólamóti, sem fram fór á Stanford golfvellinum í Kaliforníu.

Mótið stóð dagana 26.-28. mars og lauk í gær. Þetta var stórt mót; keppendur voru 132 frá 24 háskólum.

Rúnar lauk leik T-50 í einstaklingskeppninni var á samtals 4 yfir pari, 214 höggum (70 75 69).

Hann var á 2.  besta heildarskori Minnesota. Golflið Minnesota State varð í 17. sæti.

Sjá má lokastöðuna á The Goodwin með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Rúnars og golfliðs Minnesota verður í Phoenix, Arizona þann 3. apríl n.k.