Rúnar Arnórsson, GK. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2015 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar T-36 e. 1. dag The Goodwin

Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota taka þátt í The Goodwin, bandarísku háskólamóti, sem fram fer á Stanford golfvellinum í Kaliforníu.

Mótið stendur dagana 26.-28. mars og hófst því í gær.  Þetta er stórt mót; keppendur eru 132 frá 24 háskólum.

Eftir 1. dag er Rúnar T-36 þ.e. deilir 36. sætinu ásamt 14 öðrum keppendum, en hann lék 1. hring á sléttu pari, 70 höggum.

Sjá má stöðuna á The Goodwin eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: