Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2015 | 14:00

GR: Jón Haukur púttmeistari 2015

Gamla kempan, Jón Haukur Guðlaugsson, sigraði nokkuð örugglega einstaklingskeppnina í Ecco-púttmótaröð karla í GR 2015 og Jónas Gunnarsson varð annar, fjórum höggum á eftir Jóni.

Björn Þór Hilmarsson vann Sigurjón Árna í bráðabana um þriðja sætið.

Lið 13 vann örugglega liðakeppnina. Lið 13 skipa þeir Jón Þór Einarsson og Sindri sonur og feðgarnir Kristmundur Eggertsson og Eggert Kristmundsson.

Þrjú lið, 15, 26 og 38, voru jöfn í öðru til fjórða sæti og þurfti bráðabana til að fá fram úrslit. Lið 26 varð í öðru sæti síðan lið 38 og lið 15 í því fjórða. Lokastaða Ecco-mótaraðarinnar fylgir með þessum pistli.

Það var mikið fjör á lokakvöldinu og mættu um 120 manns í verðlaunaafhendinguna og fóru flestir  kátir heim að henni lokinni.

Til þess að sjá lokastöðuna í púttmótaröðinni SMELLIÐ HÉR: