Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2015 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur, Sunna og Elon luku leik í 7. sæti í Flórída

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og Sunna Víðisdóttir GR, og golflið Elon luku leik í gær á MSU Ocala Spring boðsmótinu í Dunnellon, Flórída. Mótið stóð 22.-24. mars 2015.

Mótsstaður var Juliette Falls Golf Resort.  Þátttakendur voru u.þ.b. 90 frá 18 háskólum.

Gunnhildur lauk keppni í 62. sæti með skor upp á (79 76 81) og Sunna lauk keppni er T-73 í einstaklingskeppninni (83 75 84).  Golflið Elon lauk keppni í 7. sæti.

Til þess að sjá lokatöðuna í liðakeppninni MSU Ocala Spring boðsmótinu  SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna í einstaklingskeppninni á MSU Ocala Spring boðsmótinu SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót kvennagolfliðs Elon er 29. mars n.k. í Georgíu.