Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2015 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og The Ragin Cajuns luku leik í 11. sæti

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns, luku leik á Lone Star boðsmótinu, sem fram fór í Briggs Ranch golfklúbbnum, í Texas.

University of Texas var gestgjafi og þátttakendur voru 88 frá 16 háskólum.

Mótið stóð 23.-24. mars 2015 og lauk í gær.

Haraldur Franklin lauk keppni T-38 í einstaklingskeppninni.  Hann lék á samtals 2 yfir pari (70 71 77) en völlur Briggs Ranch er par-72.  Louisiana Lafayette varð í 11. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Lone Star boðsmótinu SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Haralds Franklín og Louisiana Lafayett er Old Waverly Collegiate Championship sem fram fer 6. apríl n.k.