Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2015 | 15:42

Nike birtir Mastersgolfklæðnað Tiger

Alls óvíst er hvort Tiger Woods taki þátt í Masters risamótinu.

En þrátt fyrir alla óvissu er Nike golfvöruframleiðandinn, sem Tiger er á samningi hjá, búinn að birta meðfylgjandi línu á golfklæðnaði Tiger, sem hann mun klæðast taki hann þátt.

Vá, bara smart og lekkert!!!! Vonandi að Tiger verði með!!!!

Hann er þó ekkert búinn að skrá sig í mót fyrir Masters og á þessari stundu eins og segir óvíst hvort hann taki þátt.