Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2015 | 15:20

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Sunna við keppni í Flórída – Elon í 2. sæti e. 2. mótsdag

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og Sunna Víðisdóttir og golflið Elon eru sem stendur við keppni á MSU Ocala Spring boðsmótinu í Dunnellon, Flórída.

Mótsstaður er Juliette Falls Golf Resort.

Þátttakendur eru u.þ.b. 90 frá 18 háskólum.

Eftir fyrstu tvo keppnisdaga er Gunnhildur í 50. sæti með skor upp á (79 76) og Sunna er T-63 í einstaklingskeppninni (83 75).

Golflið Elon er í 2. sæti eftir 2. keppnisdag.