GR: Marolína púttmeistari GR-kvenna 2015
Skemmtikvöld GR kvenna tókst með miklum ágætum, en það fór fram helgina fyrir viku síðan. Stemningin var í þá veru að allar GR-konur ætluðu að skemmta sér og njóta kvöldsins í góðra vinkvennahópi. Maturinn lék við bragðlaukana og hefur sjaldan bragðast betur og þjónusta Sigrúnar og hennar fólks í veitingaskálanum í Grafarholti var til fyrirmyndar. Anna Björk var ræðumaður kvöldsins og leiddi GR-konur í allan sannleikann um að það er hægt að vera mamma út á velli; móðurlegt og skemmtilegt innlegg frá Önnu Björk. Dúettinn September bræddi það sem eftir var af hjörtum GR-kvenna, með ljúfum tónum og það skemmdi svo ekki fyrir að GR konur fengu að dást að því nýjasta í golftískunni frá Cross og Ecco og nutu góðra tilboða á vönduðum golffatnaði. Sjá mátti rjúka úr einhverjum kreditkortunum…..
Metþátttaka var í púttinu en 175 konur mættu í Korpuna og munduðu pútterinn frá síðari hluta janúar fram í byrjun mars. Jafnan var mikil stemning og spenna en kylfingar skiptust á að verma efstu sætin allt fram á síðasta dag. Að vanda var það Marólína Erlendsdóttir sem kom, sá og sigraði en hún kann ekki annað en að vinna og ber það mjög vel enda hógvær og þægileg á velli. Fjórir bestu hringir hennar töldu 109 högg. Í öðru sæti varð Nanna Björg Lúðvíksdóttir á 112 höggum og í því þriðja var Helga Hilmarsdóttir á 113 höggum.
Marólína Erlendsdóttir er því Púttmeistari GR kvenna árið 2015 og óskar Golf 1 henni innilega til hamingju með glæstan árangur í púttmótinu, enn eitt árið.
Meðfylgjandi er lokastaðan eftir 8 púttkvöld – Sjá með því að SMELLA HÉR:
Heimild: grgolf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
