Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2015 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Fylgist með Haraldi Franklín á Lone Star Inv.

Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette taka þátt í Lone Star boðsmótinu, sem fram fer í Briggs Ranch golfklúbbnum, í Texas.  University of Texas er gestgjafi.

Þátttakendur eru 88 frá 16 háskólum.

Mótið stendur 23.-24. mars 2015 og er lokahringurinn þegar hafinn.

Sem stendur er Haraldur Franklin T-22 búinn að spila fyrstu tvo hringina á samtals 3 undir pari (70 71) en völlur Briggs Ranch er par-72.

Til þess að fylgjast með Haraldi Franklín á lokahringnum  SMELLIÐ HÉR: