Stephen Gallacher kylfingur ársins í Skotlandi
Stephen Gallacher var útnefndur kylfingur ársins í Skotlandi í veislu föstudagskvöldið í Edinburgh´s Corn Exchange í Edinborg á Scottish Golf Awards.
Á árinu 2014 komst Gallacher meðal 50 bestu á heimslistanum og spilaði í fyrsta sinn í Ryder Cup á heimavelli í Gleneagles.
Gallacher tók við heiðursverðlaunum sínum úr hendi eins fremsta kvenkylfings Skotlands til margra ára, Catrionu Matthews, fyrir framan 600 gesti, sem voru saman komnir.
Gallacher eins og svo margir aðrir af toppkylfingum heims er að búa sig undir fyrsta risamót ársins, sem nálgast óðfluga.
Eftir að Gallacher hafði hlotið heiðursveðlaunin sagði hann: „Það var dásamlegt að fá þessa heiðursviðurkenningu fyrir framan alla vini mína, fjölskyldu og samkeppendur.“
„Það var líka frábært að fá svona brillíant hyllingu frá golfáhangendum í Skotlandi, sem fjölmenntu hingað á Scottish Golf Awards.“
„Þetta var sérstakt ár fyrir mig, ár sem verður erfitt að jafna. En ég vinn hörðum höndum að því að ná enn lengra og ég hlakka itl að keppa í öllum fjórum risamótum á þessu ári.“
„Að hljóta þessa heiðursviðurkenningu í svona eftirminnilegu ári í skosku golfi þegar svona margir aðrir náðu frábærum árangri, gerir þetta jafnvel enn meira sérstakt fyrir mig.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
