Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2015 | 19:00

Evróputúrinn: Joachim Hansen leiðir á Madeira Islands Open – Mótið stytt í 36 holu mót!

Madeira Islands Open hefir verið stytt í 36 holu mót, alveg eins og gerðist í fyrra.

Ástæðan er leiðindaveður sem búið er að vera á Madeira, m.a. mikið hvassviðri.

Þó hefir tekist að spila 1 hring og eftir hann er það Daninn Joachim B. Hansen sem leiðir.

Hansen spilaði á 4 undir pari, 68 glæsihöggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. leikinn hring á Madeira Islands Open SMELLIÐ HÉR: