Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2015 | 12:00

GB: Hamarsvöllur flottur í sólmyrkvanum

Það fór varla á milli mála að það var sólmyrkvi á Íslandi í gær.

Það var almyrkvi 70 km. austur af landinu en á Íslandi var verulegur deildarmyrkvi.

Í Reykjavík huldi tunglið 97,5% sólar en 99,4% á Austurlandi.

Þetta er seinasti almyrkvi á sólu sem sést frá Evrópu til 12. ágúst 2026, en ferill þess sólmyrkva liggur í gegnum Reykjavík.

Björgvin Óskar Bjarnason tók meðfylgjandi mynd á Hamarsvelli í Borgarnesi í gærmorgun þegar sólmyrkvinn stóð sem hæst.

Heimild: golf.is