Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2015 | 14:45

LPGA: Ko meðal efstu snemma 1. dags á JTBC Founders Cup

Það eru 4 sem eru efstar og jafnar snemma 1. dags á JTBC Founders Cup, en ekki hefir tekist að ljúka 1. hring vegna mikilla rigninga.

Þetta eru nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko og eins þýski kylfingurinn Sophia Popov og bandarísku kylfingarnir Tiffany Joh og Kim Kaufman, sem eru efstar og jafnar snemma dags, en reynt verður að framhalda leik í dag.

Þær 3 sem deila forystunni með Ko eru fremur óþekktar en engu að síðu hefir Golf 1 kynnt þær Popov sjá með því að SMELLA HÉR: og Tiffany Joh – Sjá með því að SMELLA HÉR:

Sjá má kynningarmyndskeið með hinni fremur óþekktu Kim Kaufman með því að SMELLA HÉR:   Nokkuð flott hjá svona óþekktum kylfingi að vera jöfn Ko!!!

Allar hafa stúlkurnar í efsta sæti leikið á samtals 6 undir pari, 66 höggum.

Í 5. sæti er hópur þriggja kylfinga: Dewi Schreefel frá Hollandi (sem ekki hefir lokið 1. hring); Moriya Jutanugarn frá Thaílandi og In Gee Chun frá S-Kóreu (sem báðar hafa lokið hring).

Ítalski kylfingurinn Giulia Molinaro náði þeim glæsilega árangri að fara holu í höggi á 148-yarda 17. holunni og vann sér þar með inn glænýjan  Kia K900, árgerð 2016.    Sjá má kynningu Golf1 á Giuliu með því að SMELLA HÉR: 

Alltaf gaman að fara holu í höggi og ekki vera þegar vinningurinn er svona glæsilegur!!!

Alltaf gaman að fara holu í höggi og ekki vera þegar vinningurinn er svona glæsilegur!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag JTBC Founders Cup SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags JTBC Founders Cup SMELLIÐ HÉR: