Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2015 | 19:10

PGA: Snedeker á 68 eftir að skipta um járn

Brandt Snedeker hefir ekkert gengið sérlega vel undanfarna 18 mánuði.

Hann er sá leikmaður á PGA Tour sem er einna verst við að gera nýjungar á verkfærum sínum, en lét nú loks til leiðast.

Snedeker notar Bridgestone kylfur og skipti út J40 járnum sínum fyrir J715 járnin sín.

Og árangurinn lætur ekki á sér standa…. hann spilaði 1. hring á Bay Hill á glæsilegum 68 höggum, betur en hann er búinn að spila í langan tíma.

„Þau eru einfaldlega betri“ sagði Snedeker hæstánægður og fullur nýfengins trúnaðartrausts á nýju kylfunum.

Hann var samt þreyttur eftir 1. hring og sagðist þurfa á hvíld að halda.