Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2015 | 18:00

PGA: Bubba dregur sig úr Arnold Palmer Inv.

Tvöfaldi Masters meistarinn Bubba Watson dró sig úr Arnold Palmer Invitational mótinu, sem hefst á Bay Hill í dag.

Ástæða þess er andlát náins vinar frá æskuárum Bubba.

Bubba sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem hann útskýrði það að hann yrði aðdraga sig úr mótinu.

Þar sagði m.a.: „Ég er sorgmæddur yfir að þurfa að draga mig úr Arnold Palmer Invitational.“

„Náinn æskuvinur minn lést óvænt s.l. nótt.“

„Hugsanir mínar og bænir eru hjá ungu fjölskyldu hans á þessum sorglegu tímum. Ég hef ákveðið að draga mig úr mótinu þannig að ég geti verið við jarðaförina og vottað  vini mínum hinstu virðingu sem og fjölskyldu hans.“

Bubba var líka nærri búinn að draga sig úr mótinu á síðasta ári eftir hræðilegan hring upp á 83 högg, en hann gat varla spilað vegna mikils ofnæmis sem hann er með, en sú var ekki ástæða þess að hann dró sig nú úr mótinu.

Kevin Kisner tekur sæti Bubba í mótinu, en hann mun því spila fyrstu tvo hringina með Ástralanum Adam Scott og flotta unga, nýja, bandaríska kylfingnum Brooks Koepka.