Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2015 | 10:00

Ef Tiger tekur ekki þátt í Masters söknum við hans?

Nafnið á fyrirsögninni er það sem prýðir grein eina í USA Today.

Í greininni segir m.a. að frétt þess efnis að Tiger ætli ekki að taka þátt í Arnold Palmer Inv. sem hefst á Bay Hill í dag, hafi næstum verið ekki frétt hjá því sem menn fóru þá þegar að velta fyrir sér hvort Tiger yrði nógu hress til að spila á Masters risamótinu sem hefst í næsta mánuði.

Í greininni er því gert í skóna að Tiger muni ekki taka þátt í Masters fyrst hann tekur ekki þátt í einu af uppáhaldsmótum sínum hjá þeim kylfingi, Arnold Palmer, sem hann dáist einna mest að.

Hann muni ekkert snúa aftur til keppni fyrr en einhvern tímann í júní, rétt fyrir Opna bandaríska.

Frá Tiger sjálfum eða umboðsmanni hans, Mark Steinberg hefir engin yfirlýsing komið um að Tiger muni ekki taka þátt heldur þvert á móti að hann vinni hörðum höndum í að koma sér í keppnishæft ástand.

Í greininni segir það sem allir vita að Tiger hreint og beint á Masters en þar hefir hann sigrað 4 sinnum og verið 14 sinnum meðal efstu 8, en hann hefir 17 sinnum tekið þátt sem atvinnumaður.  Það er engin kylfingur sem kemst með tærnar …. þar sem Tiger hefir hælana í þessu tilliti.

Ef Tiger mætir ekki á Masters munum við sakna hans?

Í fyrra þegar hann keppti ekki minnkaði áhorf á Masters tilfinnanlega og a.m.k. þeir sem eiga sýningarrétt frá Masters er mjög í mun að Tiger mæti. Þeir munu sko sakna Tigers ef hann mætir ekki.

Fjarvera Tiger hefir þó veitt öðrum og yngri kylfingum færi á að skína, mönnum á borð við Rory, Patrick Reed, Dustin Johnson, sem er að gera spennandi hluti.  Ekki að aðrir kylfingar skíni ekki þegar Tiger tekur þátt í mótum og geri frábæra hluti; þeir fá bara litla, minni eða enga athygli þegar Tiger er nálægt.  Og svo mikið er víst að samkeppnisaðilar Tiger sakna hans ekki.

Hvað áhorfendur snertir þá finnst mörgum eflaust spennandi að fylgjast með Rory, sem er að reyna að ná Career Grand Slam á Masters, en það er eina risamótið sem Rory á eftir að vinna.  Margir spá Rory sigri og spenna hvort það gangi eftir?

Það verður líka spennandi að fylgjast með Jason Day og Adam Scott – hvort þeim takist að bæta annarri rós í hnappagat Ástralíu, hvað sigra í þessu móti varðar og jarða algerlega allar bábiljur um illt gengi ástralskra kylfinga í mótinu?

Gaman verður að fylgjast með ungu bandarísku kylfingunum eins og Patrick Reed, Jordan Spieth og Rickie Fowler sem allir eiga eftir að sigra í risamóti….

hvað þá evrópsku snillingunum okkar; mönnum á borð við Henrik Stenson, Justin Rose, Sergio Garcia, Lee Westwood, Graeme McDowell, sem yfirleitt eru meðal efstu 25 í risamótum, ef þeir sigra þá bara hreint og beint ekki eins og Rose og McDowell hafa gert.

Já hreint og beint golfveisla framundan með eða án Tiger!