Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2015 | 08:00

LPGA: JTBC Founders Cup hefst á morgun

Það er JTBC Founders Cup sem er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni.

Mótið hefst á morgun og stendur dagana 19.-22. mars í Phoenix Arizona.

Margir helstu kvenkylfingar heims taka þátt.

Þeirra á meðal eru Stacy Lewis, Lydia Ko, Yani Tseng,  Michelle Wie og Karrie Webb.

Það er einmitt ástralska golfdrottningin Webb, sem á titil að verja í mótinu.