Tumi Hrafn Kúld, GA. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2015 | 23:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Tumi Hrafn Kúld. Hann er fæddur 17. mars 1997 og á því 18 ára afmæli í dag. Tumi er í Golfklúbbi Akureyrar (GA).

Tumi Hrafn er núverandi Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki.

Eins varð hann m.a. holukeppnismeistari Akureyrar 2011. Hann hefir tekið þátt í mótum Unglingamótaraðarinnar á undanförnum árum og gengið vel. Það sama má segja um fjölmörg opin mót sem Tumi Hrafn hefir verið þátttakandi í. T.a.m. lék hann á Eimskipsmótaröðinni 2014 m.a. Íslandsmótinu í höggleik á Leirdalsvelli.

Komast má á facebook síðu Tuma til þess að óska honum til hamingju með afmæli hér að neðan:

Tumi Hrafn Kúld, GA, Íslandsmeístari í holukeppni í piltaflokki 22. júní 2014. Mynd: Golf 1

Tumi Hrafn Kúld, GA, Íslandsmeístari í holukeppni í piltaflokki 22. júní 2014. Mynd: Golf 1

Tumi Hrafn Kúld (18 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. Bobby Jones, f. 17. mars 1902 – d. 18. desember 1971 (sjá má myndskeið með Bobby Jones með því að SMELLA HÉR: Sigríður Th. Matthíesen GR, 17. mars 1946 (68 ára). Sjá má viðtal Golf1 við Sigríði með því að SMELLA HÉR:; Agnes Sigurþórs, 17. mars 1951 meistari GE í kvennaflokki 1980-1984 og 1986-1991 (63 ára); Phillip Archer 17. mars 1972 (43 ára stórafmæli!!!) Nora Angehrn, 17. mars 1980 (35 ára), (svissnesk – LET); Aaron Baddeley, 17. mars 1981 (34 ára) … og

Guðmundur Þórsson
F. 17. mars

Árni Sigurðsson
F. 17. mars 1967 (48 ára)

Nökkvi Freyr Smárason
F. 17. mars 1996 (19 ára)

Fiskbúð Hólmgeirs
Stofnuð 17. mars 1958 (57 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is