Dagur Ebenezersson, GM. Photo: DE
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2015 | 11:15

Bandaríska háskólagolfið: Dagur hóf keppni í gær á Hargett Memorial mótinu

Dagur Ebenezersson, GM, hóf keppni í gær á Hargett Memorial boðsmótinu.

Mótið fer fram á Monroe golfvellinum í Norður-Karólínu og eru þátttakendur 84 frá 15 háskólum.

Lokahringur mótsins verður spilaður í kvöld en mótið stendur dagana 16.-17. mars 2015.

Dagur er í 68. sæti eftir fyrri dag; búinn að spila á 162 höggum (84 78) og bætti sig um 6 högg milli hringja!

Til þess að sjá stöðuna eftir fyrri keppnisdag SMELLIÐ HÉR: