So Yeon Ryu Hver er kylfingurinn: So Yeon Ryu?
So Yeon Ryu, frá Suður-Kóreu, sigraði í gær, 15. mars 2015 á World Ladies Championship í Haikou á Hainan, í Kína.
Það eru eflaust ekki margir sem kunna deili á þessum frábæra kylfingi frá Suður-Kóreu, en hún er samt búin að sigra á mörgum góðum kvennamótum á stærstu mótaröðum heims.
Hver er kylfingurinn So Yeon Ryu?
So Yeon Ryu (Kóreanska 유소연, RR Ryu So-yeon, MR Ryu Soyŏn, borið fram [ɾju sʰojʌn]; fæddist 29 júní 1990 og er því 24 ára. Hún á því sama afmælisdag og GKG-ingarnir Egill Ragnar Gunnarsson og Jóel Gauti Bjarkason, sem jafnframt er golfpenni, með meiru. Í dag spilar Ryu bæði á LPGA Tour og á LPGA of Korea Tour. Meðal stærsta sigurs hennar er sigur 2011 á U.S. Women’s Open risamótinu.
Atvinnumennskan
Ryu gerðist atvinnumaður árið 2007, þá aðeins 17 ára. Fyrsti sigur hennar sem atvinnumanns kom í febrúar 2008 á hinum bandaríska Cactus Tour, þar sem hún átti 6 högg á næsta keppanda. Sama ár byrjaði Ryu að keppa á LPGA of Korea, og sigraði í 1. mótinu sem hún tók þátt í þar: the Sports Seoul Open.
Þann 11. júlí 2011 vann Ryu stærsta sigur sinn til þessa þ.e. U.S. Women’s Open risamótið. Á 18. holu lokahringsins, sem var erfiðasta hola mótsins, var hún 1 höggi á eftir forystukonunni á mótinu, löndu sinni Hee Kyung Seo, en hún átti frábært aðhögg, setti boltann aðiens 2 metra frá holu og setti niður fuglapútt og knúði þar með fram bráðabana. Ryu vann síðan 3 holu bráðabana við löndu sína, með fugli á 3. og síðustu holunni.
Ryu sigraði í 2. skiptið á (bandaríska) LPGA Tour árið 2012 á Jamie Farr Toledo Classic. Þó enn ætti eftir að spila eitt mót þá var Ryu þarna komin með nægilega marga sigra til þess að verða útnefnd nýliði ársins.
Þann 23. júní 2013 tapaði Ryu á móti enn annarri löndu sinni, fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum á the Walmart NW Arkansas Championship. Park náði fugli á 1 holu bráðabanans og sigraði eftir að Ryu náði einungis pari. Þann 15. mars 2015 hefndi Ryu hins vegar ófaranna frá 2013 og stal sigrinum af Park, en Inbee Park var búin að leiða á World Ladies Championship allra 3 fyrstu keppnisdagana og munaði aðeins 1 höggi á Ryu og Park.
Einkalíf
Ryu var í tímum í Yonsei University meðan hún keppti fullum fetum á LPGA Tour. Hún útskrifaðist úr háskólanum árið 2013 með gráðu í íþróttaviðskiptum (ens.: sports business).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024



