Haraldur Franklín Magnús, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2015 | 04:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur lauk keppni á +1 og Ragnar Már á +7 í Texas

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette og Ragnar Már Garðarsson, GKG og McNeese State, tóku  þátt í Border Olympics mótinu, en það fer fram í Laredo CC í Laredo, Texas, dagana 13.-14. mars 2015.

Þátttakendur eru 102 úr 18 háskólum.

Haraldur Franklín lék á samtals 1 undir pari, 217 höggum (69 74 74) og varð T-24 í einstaklingskeppninni.

Ragnar Már lék á samtals 7 yfir pari 223 höggum (73 75 75) og lauk keppni T-58 í mótinu.

Næsta mót Haraldar Franklíns og Louisiana Lafayetter verður 23. mars í Texas en næsta mót Ragnars Más og McNeese State verður 30. mars í Arkansas.

Til þess að sjá lokastöðuna á Border Olympics SMELLIÐ HÉR: