Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2015 | 03:30

PGA: Ryan Moore leiðir fyrir lokahring Valspar – Hápunktar 3. hrings

Það er bandaríski kylfingurinn Ryan Moore, sem leiðir fyrir lokahring Valspar Championship, sem fram fer á Copperhead golfvellinum á Innisbrook golfstaðnum í Palm Harbour í Flórída.

Moore hefir nauma forystu er búinn að spila á samtals 9 undir pari, (69 68 67) og virðist bæta sig með hverjum hringnum.

Fast á hæla hans í 2. sæti er Jordan Spieth á samtals 8 undir pari og í 3. sæti fyrir lokahringinn er Derek Ernst á samtals 7 undir pari.

Spennandi golfkvöld framundan og spurningin virðist bara vera hvaða bandaríski kylfingur taki mótið!

Til þess að sjá stöðuna á Valspar Championship SMELLIÐ HÉR:  

Hér má sjá nokkra hápunkta 3. hrings á Valspar Championship SMELLIÐ HÉR: