Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2015 | 00:30

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín T-21 e. fyrri dag í Texas

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette og Ragnar Már Garðarsson, GKG og McNeese State, taka þátt í Border Olympics mótinu, en það fer fram í Laredo CC í Laredo, Texas, dagana 13.-14. mars 2015.

Þátttakendur eru 102 úr 18 háskólum.

Haraldur Franklín lék fyrstu tvo hringina á samtals  1 undir pari, 143 höggum (69 74).

Hann er T-21 þ.e. deilir 21. sætinu með 9 öðrum kylfingum, sem allir hafa spilað á samtals 1 undir pari.

Ragnar Már lék á samtals 148 höggum (75 73) og er sem stendur T-59 í mótinu.

Til þess að fylgjast með gengi Haraldar Franklín og Ragnars Más SMELLIÐ HÉR: