Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2015 | 22:30

PGA: Byrd með ás á 2. hring Valspar mótsins

Jonathan Byrd var með glæsiás á 2. hring Valspar mótsins, sem fram fer á Copperhead golfvellinum í Palm Harbor, Flórída.

Ásinn kom á par-3 15. holu Copperhead vallarins.

Þetta dugði þó ekki því Byrd komst ekki í gegnum niðurskurð en samtals lék hann á samtals sléttu par (74 70).

Aðeins munaði 1 höggi að Byrd næði í gegn.

Sjá má ás Byrd með því að SMELLA HÉR: