Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2015 | 20:00

Tiger tekur ekki þátt í Arnold Palmer Inv.

Tiger Woods mun ekki taka þátt í PGA Tour móti næstu viku, þ.e. á Arnold Palmer Invitational á Bay Hill, móti sem hann hefir sigrað í 8 sinnum.

Á vefsíðu sína í dag skrifaði Tiger: „Ég talaði við Arnold [Palmer] í dag og sagði honum að ég muni ekki spila á móti hans á þessu ári.  Mér þykir leitt að ég mun ekki verða í Orlando í næstu viku, en ég veit að þetta mun verða flott mót.“

Ég hef sett mikinn tíma og vinnu í leik minn og tekið miklum framförum, en eins og ég hef sagt, mun ég ekki snúa aftur á PGA Tour þar til leikur minn er tilbúinn og ég get keppt á hæsta stigi.“

Ég vona að ég verði tilbúinn fyrir Masters og mun halda áfram að vinna og búa mig undir Augusta. Ég vil þakka öllum aftur fyrir stuðninginn.“

Tiger tók heldur ekki þátt í móti Palmer á síðasta ári þar sem hann beið þá eftir að komast í bakaðgerð.  Hann hefir ekkert spilað á Bay Hill frá því að hann vann 8. sigur sinn í mótinu árið 2013.

Einu hinu mótin fyrir Masters í apríl eru Valero Texas Open og Shell Houston Open. Tiger hefir ekki spilað í Valero frá árinu 1996 og hann hefir aldrei keppt í Houston mótinu.  Ef hann mætir í hvorugt mótið mun hann keppa á Masters eftir aðeins 47 holu leik í mótum árið 2015.  Síðasta skiptið sem hann spilaði á PGA Tour á þessu ári var 5. febrúar á Torrey Pines.

Umboðsmaður Tiger, Mark Steinberg sagði á ESPN.com: „Hann gengur hart að sér.  Hann er virkilega, virkilega að vinna mikið.  Allir vita að hann er að vina fyrir Masters; hann vill spila þar. En að þessu sögðu þá vill hann líka spila þó hann geti það ekki [á Bay Hill] og hann vildi spila á Honda mótinu.“

Síðasti PGA Tour titill Tiger þ.e. sá 79. kom á WGC-Bridgestone Invitational í ágúst 2013. Spurning hvenær sá næsti kemur – verður það á þessu ári?