Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2015 | 13:00

LET: Inbee Park og Becky Morgan efstar og jafnar e. 1. dag í Mission Hills

Í dag hófst á Blackstone golfvellinum í Mission Hills, í Hainan, Kína, World Ladies Championship.

Eftir 1. dag eru það nr. 2 á Rolex-heimslistanum Inbee Park og fremur óþekktur 40 ára kylfingur frá Wales, Becky Morgan, sem tekið hafa forystuna.

Þær hafa báðar spila á 4 undir pari, 69 höggum.

Þriðja sætinu deila síðan Nontaya Srisawang og Pavarisa Yoktuan frá Thaílandi og heimakonuna Xiyu Lin auk Shin-Ae Ahn frá Suður-Kóreu.   Allar eru þær sem eru í 3. sæti 2 höggum á eftir forystukonunum Park og Morgan.

Til þess að sjá stöðuna á World Ladies Championship eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: