Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Björgvin Sigurbergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2015 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno urðu í 5. sæti á Hawaii

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State tóku þátt í Dr. Donnis Thompson Invitational.

Mótið fór fram á Kane´Ohe Klipper golfvellinum, rétt hjá Honolulu, á eyjunni Oahu í Hawaii, nánar tiltekið dagana 10.-11. mars og voru þátttakendur 88 frá 15 háskólum.

Guðrún Brá lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (75 74 78).  Hún varð á 2.-3. besta skorinu í liði sínu, en best í liði Fresno State stóð sig efstibekkingurinn Madchen Ly, sem m.a. tókst að fá kalkún (ens. turkey) á 3. hring þ.e. 3 fugla í röð!!!

Fresno State varð í 5. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Dr. Donnis Thompson Invitational SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Guðrúnar Brá og Fresno State er 20. mars n.k. í Arizona.