Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2015 | 09:55

Bandaríska háskólagolfið: Theodór Emil lauk leik T-19 – átti glæsihring upp á 67!!!

Theodór Emil Karlsson, GM og Ari Magnússon, GKG og golflið Arkansas Monticello tóku þátt í Dave Falconer Classic mótinu, sem fram fór 9.-10. mars s.l.

Leikið var í  Chamberlyne Country Club í Danville, Arkansas.

Theodór byrjaði illa með hring upp á 80 högg en seinni daginn var hann á lægsta skori mótsins glæsilegum 67 höggum.  Þetta varð til þess að hann fór úr 65. sætinu upp í 19. sætið!!! Stórglæsilegur hringur!!!

Ari lék stöðugra golf (76 76) og hafnaði í 41. sæti í mótinu.

Sjá má lokastöðuna á  Dave Falconer Classic mótinu með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Ara og Theodórs Emils er Argonaut Invitational mótið sem hefst 29. mars n.k. í Gulf Breeze í Flórída, þ.e. í Tiger Point golfklúbbnum.