Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2015 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór lauk keppni í 3. sæti í Samford mótinu

Þeir Andri Þór Björnsson, GR og Emil Þór Ragnarsson, GKG og golflið Geaux Colonels í Nicholls State háskólanum í Louisiana, tóku þátt í Samford Intercollegiate, en mótið fór fram í Hoover, Alabama.

Mótið stóð dagana 9.-10. mars  og voru þátttakendur 56 frá 10 háskólum.

Seinni daginn var úrhellisrigning og voru úrslit fyrri dags látin standa.

Andri Þór lék á samtals sléttu pari, 146 höggum (68 76) og varð þ.a.l. T-3 þ.e. deildi 3. sætinu með Ryan Argotsinger, kylfingi úr liði Southern Mississippi.

Emil Þór átti ekki sitt besta mót varð T-41 (80 81).

Til þess að sjá lokastöðuna á Samford Intercollegiate SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Geaux Colonels er 23. mars n.k. í Black Bear Golf Club, í Delhi, Louisiana.