Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2015 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-18 e. 1. dag á Hawaii

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State taka þátt í Dr. Donnis Thompson Invitational.

Mótið fer fram á Honolulu, Hawaii, dagana 10.-11. mars og verður lokahringurinn því leikinn í kvöld.

Þátttakendur eru 88 frá 15 háskólum.

Eftir fyrri dag er Guðrún Brá T-18 eftir að hafa spilað á 5 yfir pari (75 74). Guðrún Brá er á 2. besta heildarskori í liði Fresno State.

Fresno State er í 5. sæti í liðakeppninni.

Til þess að fylgjast með gengi Guðrúnar Brá og Fresno State SMELLIÐ HÉR: