Martin Kaymer
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2015 | 14:30

Kaymer: „Það var dramatískt“

Þýski golfsnillingurinn, Martin Kaymer, upplýsti í nýlegu viðtali hvernig það hefði verið að verða nr. 1 á heimslistanum og talaði síðan um sveiflubreytingar sem hann hefir verið að vinna í.

Eftir að hafa orðið í 2. sæti á WGC-Accenture holukeppninni náði hann 1. sætinu af Lee Westwood á heimslistanum og hélt því sæti í 2 mánuði.“

„Fyrir mig var það jafnvel enn dramatískara og erfiðara, vegna þess að ég var ekki sú manngerð sem var í kastljósinu eða sem líkar það að vera í kastljósinu,“ sagði Kaymer í viðtalinu við augusta.com

Mér finnst gaman að borða úti þar sem ekki margir kannast við mig og þar sem ég get í raun borðað eitthvað. Fyrir mig var það mjg erfitt að vera andlit þýsks golfs  allt í einu og það tók mig langan tíma að gera mér grein fyrir þeirri nýju stöðu sem ég var í, í Þýskalandi og venjast því þannig að mér liði vel með því, því í lok dags kemst maður einfaldlega ekki hjá því.

Maður verður bara að finna leið til þess að líða vel með því og síðan getur maður einbeitt sér aftur að golfinu.

Eftir að hafa náð efsta sæti heimslistans ákvað Kaymer að breyta sveiflu sinni itl þess að geta sveigt bolta sinn til beggja hliða, sérstaklega til þess að geta spilað betur á Masters risamótinu. Hann hafði áður ekki tekist að komast í gegnum niðurskurð á Augusta 4 ár í röð á sögufræga Augusta golfvellinum.

Kaymer náði niðurskurði þar í fyrsta sinn 2012 og hefir hægt og rólega verið að bæta sig á vellinum, varð t.a.m. T-31 árið 2014.

Þetta er ástæðan fyrir að ég get spilað Augusta eins vel og ég geri nú,“ sagði Kaymer.

Það er mikill munur að vera með 7- eða 8-járn til þess að spila 10. holuna eða ef maður getur náði inn á flöt á 13. alltaf stöðugt.  Það kemur aðallega vegna þess hæfileika að geta dregið boltann.“

„Maður veit nákvæmlega að maður getur treyst hverri beygju sem maður vill slá og það fær mann til að slaka á. Ef  maður missir brautina til vinstri eða hægri , þá er maður samt ekki í vandræðum að koma boltanum inn á flöt.“

„Þetta róar mann svolítið og þess vegna er maður minna stressaður og allt í einu fer maður að spila svolítið betur vegna þess að maður er frjálsari.  Þannig að þessvegna get ég notið þess meir að spila Augusa en s.l. 2 eða 3 ár.“