Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2015 | 10:00

Harrington tilbúinn í 5. risamótið

Írski kylfingurinn Pádraig Harrington, sem sigraði nokkuð óvænt á The Honda Classic 2. mars s.l., segist tilbúinn í slaginn í The Irish Open, en mótið segir hann vera 5. risamótið!

The Irish Open fer fram 28. maí n.k. og Harrington vonast til þess að sigra á Royal County Down, þar sem mótið fer fram, enda í dúndurstuði þessa dagana.

Takist Harrington að sigra í mótinu yrði það í 2. sinn sem hann vinnur Irish Open.

Ég hef alltaf litið á Irish Open sem 5. risamótið og það er alltaf eitt af fyrstu mótunum á dagskrá minni af augljósum ástæðum,“ sagði Harrington í viðtali við fréttamann Evrópumótaraðarinnar.

Þó þetta hafi alltaf verið sérstök vika fyrir (sem mótið fer fram í) þá verður þetta áhugavert í ár, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég hef keppt á Royal County Down sem atvinnumaður, þannig að ég hlakka til að koma þangað og sjá hvernig þeir setja völlinn upp.“

Síðasta skiptið sem the Irish Open fór fram á Norður-Írlandi, var í  Royal Portrush árið 2012, og það tókst stórvel og ég var ánægður að vera meðal þeirra efstu á lokadeginum.  Áhorfendur voru svipaðir að tölu og á risamóti og skópu frábært andrúmsloft og ég er viss um að það verður vel mætt aftur og nú á Royal County Down.

Það er frábært að sjá að Rory tekur þátt í skipulagningunni sem styrktaraðili mótsins og það lítur út fyrir að þetta verði einhver sterkasti þátttakandalisti sem nokkru sinni hefir sést á Irish Open. Þetta er að mótast í að verða frábær vika og ég hlakka til að verða hluti af henni!“