Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2015 | 11:45

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór í 3. sæti e. 1. dag á Samford Intercollegiate – á 68 höggum 1. hring!!!

Þeir Andri Þór Björnsson, GR og Emil Þór Ragnarsson, GKG og golflið Geaux Colonels í Nicholls State háskólanum í Louisiana, taka þátt í Samford Intercollegiate, en mótið fer fram í Hoover, Alabama.

Mótið stendur dagana 9.-10. mars og verður lokahringurinn spilaður í dag.

Þátttakendur eru 56 frá 10 háskólum.

Andri Þór átti stórglæsilegan 1. hring upp á 68 högg en fylgdi honum eftir með öðrum slakari upp á 76 högg.  Samtals er Andri Þór því á 144 höggum og deilir 3. sætinu eftir 1. dag mótsins og er á langbesta skorinu í liði sínu, sem er í 6. sæti í liðakeppninni.

Emil Þór er ekki alveg að finna sig það sem af er þessu móti, spilaði fyrstu tvo hringina á samtals 161 höggi (80 81) sem er óvenjuhátt skor fyrir hann. Emil Þór er sem stendur T-37.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Samford Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: