Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2015 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst á +6 e. fyrri dag General Hacklar

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og golflið ETSU eru við keppni á 2015 Myrtle Beach Golf Holiday General Hackler Championship.

Mótið stendur dagana 9.-10. mars 2015 og þátttakendur eru 82 frá 15 háskólum.

Leikið er í The Dunes Beach & Golf Club í Myrtle Beach, Suður-Karólínu.

Völlurinn sem leikinn er, er par-72, 7233 yarda (6614 metra).

Guðmundur Ágúst lék fyrstu tvo hringina á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (76 74).   Hann er í 40. sæti sem stendur þ.e. fyrir miðju skortöflunnar og á 4. besta heildarskori ETSU, sem er í 8. sæti í liðakeppninni.

Lokahringurinn verður spilaður í dag.

Fylgjast má með gengi Guðmundar Ágúst og ETSU í mótinu með því að SMELLA HÉR: