Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2015 | 08:00

Lindsey Vonn með nýtt met

Kærasta Tiger Woods, var að setja nýtt met í gær þegar hún vann 65. heimsbikars titil sinn í skíðaíþróttinni.

Hún var fyrst niður á tímanaum 1.16:65 í stórsvigi í Þýskalandi.

Eftir sigurinn sagði Vonn: „Ég kom hingað með réttu innstillinguna.“

Deginum áður varð hún 7. í bruni í  Garmisch-Partenkirchen.

Þannig að meðan Tiger gengur allt í óhag á golfvellinum, er Lindsey að brillera.

Óvíst er hvort Tiger var á staðnum í Ölpunum að fylgjast með sinni heittelskuðu.