Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2015 | 05:30

WGC: Holmes eykur enn forystuna f. lokahringinn – Með ás og 4 fugla í röð – Myndskeið

JB Holmes heldur forystu sinni á WGC Cadillac heimsmótinu og virðist staðráðinn í að hampa sigri í dag.

Holmes hefir 5 högga forystu á næsta mann eftir að hann fékk m.a. ás á 3. hring og 4 fugla í röð (á 14.-17. holu). (Sjá í hápunktum hér að neðan).

Samtals er Holmes búinn að spila á 11 undir pari, 205 höggum (62 73 70).

Í 2. sæti eru Bubba Watson og  Dustin Johnson á samtals 6 undir pari, 211 höggum; Bubba (71 69 70)  og DJ (68 73 69).  DJ fékk líkt og Holmes ás á 3. hring Cadillac mótsins.

Ljóst er á framangreindu að Bláa Skrímslið er að henta högglöngum kylfingum býsna vel.  Spennandi kvöld framundan – sem m.a. svarar spurningunni hvort Holmes stendur uppi sem sigurvegari? … þ.e. hvort 5 högga forysta dugi honum til sigurs?

Til þess að fylgjast með stöðunni á WGC Cadillac heimsmótinu SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. hrings á WGC Cadillac heimsmótinu m.a. glæsiása DJ og Holmes og önnur flott tilþrif leikmanna m.a. hjá Rickie Fowler og Louis Oosthuizen  SMELLIÐ HÉR: