Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2015 | 05:00

WGC: JB Holmes enn efstur e. 2. hring á Cadillac mótinu

Bandaríski kylfingurinn JB Holmes heldur enn forystu sinni á Cadillac heimsmótinu á Bláa Skrímslinu í Flórída.

Eftir 2. hringi er Holmes búinn að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum (62 73).

Í 2. sæti 2 höggum á eftir Holmes, (á samtals 7 undir pari) er enn bandaríski kylfingurinn Ryan Moore og í 3. sæti er Adam Scott með nýja, stutta pútterinn sinn á samtals 6 undir pari (70 68).

Fjórða sætinu deila síðan Bubba Watson og Henrik Stenson á samtals 4 undir pari, hvor.

Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, fikrar sig hægt upp skortöfluna en hann bætti sig um 3 högg frá fyrsta hring (73 70) og er nú T-11 á 1 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag WGC Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR: