Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2015 | 16:00

Harrison Ford slasaður eftir nauðlendingu á golfvelli

Bandaríski leikarinn, Harrison Ford, er slasaður eftir að flugvél sem hann var í lenti á golfvelli í Los Angeles.

Ford var sjálfur undir stýri, en hér má hlusta á samtal hans við flugturninn rétt áður en vél hans fór niður SMELLIÐ HÉR: 

Þar segir Ford m.a. frá því að um vélarbilun hjá sér hafi verið að ræða og biður um lendingarleyfi.

Talið er að hann hafi bjargað fjölda mannslífa með því að lenda á golfvellinum, sem var skammt frá flugvellinum.

Harrison Ford er mikið slasaður en hér má sjá frásögn TMZ af því SMELLIÐ HÉR