Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2015 | 19:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna varð í 3. sæti á Kiawah Classic

Sunna Víðisdóttir, GR og Berglind Björnsdóttir, GR tóku þátt í Edwin Watts/Kiawah Island Spring Classic, en mótið stóð 1.-3. mars 2015 og lauk í gær.

Leikið var á golfvöllum tveggja golfklúbba Oak Point golfklúbbnum og Osprey golfklúbbnum á Kiawah Island, í Suður-Karólínu.

Sunna lék á samtals sléttu pari, (71 76 69) . Hún varð T-3 i í einstaklingskeppninni, þ.e.deildi 3. sætinu með Mary Dawson, í North Flórída háskólanum.

Þetta er glæsilegur árangur hjá Sunnu, en 210 þátttakendur tóku þátt í þessu stóra og sterka háskólamóti. Lið Sunnu, Elon varð í 6. sæti af 40 háskólaliðum, sem þátt tóku.

Berglind Björnsdóttir, GR and UNCG. Photo: Golf 1

Berglind Björnsdóttir, GR and UNCG. Photo: Golf 1

Berglind lauk keppni T-101 á samtals 23 yfir pari (78 80 81) og lið hennar UNCG varð í T-21 í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Edwin Watts/Kiawah Island Spring Classic SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Sunnu fer fram 23. mars í Ocala, Flórída en Berglind keppir næst 13. mars í Georgíu.