Golfútbúnaður: Titleist 915 (1/2)
Þeir haukfránu meðal okkar hafa e.t.v. tekið eftir því að margt atvinnukylfinga, sem er á samningi hjá Titleist, hafa verið með nýjar kylfur í pokunum nú á undanförnum vikum á þeim stórmótum sem þá hafa farið fram.
Meðal þeirra eru t.a.m ástralski kylfingurinn Geoff Ogilvy , sem nældi sé í fyrsta sigur sinn síðan 2010 á the Barracuda Championship, en á því móti notaði hann 915 D2 dræver.
Eftir sigurinn sagði Ogilvy m.a.: „Ég losaði mig bara við 913 skaftið mitt og setti í 915 skaftið og eftir tvö högg, var ég fullviss um að þetta væri kylfan fyrir mig.“
Næstum 100 kylfingar á atvinnumótaröðum um allan heim hafa þegar svissað yfir í nýju Titleist 915 dræverana, frá því að fyrstu tilraunir fóru fram með þá í lok júní á s.l. ári.
Meðal kylfinga sem nota Titleist 915 dræverana eru Adam Scott (915D3), Zach Johnson (915D2), Jimmy Walker (915D2), Brett Rumford (915D3), Bill Haas (915D2), and Bernd Wiesberger (915D3).
Dræverarnir hafa verið fáanlegir í golfverslunum í Bandaríkjunum frá því í nóvember á s.l. ári og eiginlega eru prufuhögg með þeim sögu ríkari (fjallað verður nánar um þá í framhaldi þessarar greinar á morgun).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
