Hlynur Geir Hjartarson, golfkennari og framkvæmdastjóri GOS. Mynd: Golf 1. Hlynur Geir nýr formaður PGA
Selfyssingurinn Hlynur Geir Hjartarson er nýr formaður PGA á Íslandi. Hann tekur við formennsku í samtökunum af Sigurpáli Geir Sveinssyni sem hefur gengt embættinu frá árinu 2009. Frá þessu er greint á heimasíðu PGA á Íslandi.
Hlynur Geir kveðst taka við góðu búi af forvera sínum: „Samtökin hafa eflst jafnt og þétt í formannstíð Sigurpáls og standa vel. Það leiðir af sér að núna er tækifæri til sóknar. Þau atriði sem ég hef áhuga á að einbeita mér að er annars vegar að efla félagið innan í frá, að fá samtakamátt meðal félagsmanna sem nú eru um 70. Út á við hef ég metnað fyrir því að ná þéttu samstarfi við golfklúbbana á Íslandi varðandi útbreiðslu á íþróttinni,“ segir Hlynur.
„Það er gríðarlega mikilvægt að snúa við þeirri þróun sem við sáum á síðasta ári þegar fækkun var á þátttakendum innan golfhreyfingarinnar. Í þeim þætti er mér það mest hugleikið að efla barna og unglingastarfið ásamt því að efla kennslu á landsbyggðinni. Lykilatriðið er að ná forgjöf golfara niður fyrir 24. Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið styðja það að þeim punkti virðist sem kylfingar hafi náð þeim tökum á íþróttinni að litlar sem engar líkur eru á að þeir hætti í golfi. Það er frábær hópur sem myndar stjórn PGA og hlakkar mig mikið til að takast á við það að efla golfíþróttina á íslandi með þeim einstaklingum, öðrum félagsmönnum PGA, golfklúbbunum á íslandi og síðast en ekki síst GSÍ sem við höfum átt gott samstarf við í gegnum árin.
Hlynur Geir byrjaði í golfi árið 1996 eftir farsælan feril í knattspyrnu þar sem hann var meðal annars íslandsmeistari með KR í 3. og 2. flokki. Undir handleiðslu Magnúsar Birgissonar náði hann fljótt tökum á golfíþróttinni og vann sinn fyrsta sigur á eftstu mótaröðinni árið 2005. Hlynur varð stigameistari Íslands 2008, Íslandsmeistari í holukeppni 2008, Íslandsmeistari í sveitakeppninni 2008 og stigameistari árin 2010 og 2012. Hlynur er í dag framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss ásamt því að sinna formennsku hjá PGA samtökunum.
Heimild: golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
