Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Stephanie Meadow (23/45)

Það voru 7 stúlkur sem deildu 18.-24. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.

Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.

Aðeins 20 stúlkur fengu fullan spilarétt á LPGA 2015 og því varð að fara fram bráðabani milli þessa 7 stúlkna og komust 3 áfram og fengu fullan spilarétt þ.e.: Laetitia Beck, Garrett Phillips og Karlin Beck en hinar 4 fengu aðeins takmarkaðan spilarétt þ.e.: Julie Yang, Jacqui Concolino, Stephanie Meadow og Casey Grice.

Byrjað verður að kynna þær 4 óheppnu sem töpuðu í bráðabananum um fullan keppnisrétt á LPGA og eru því líkt og hinar 21 sem þegar hafa verið kynntar með takmarkaðan spilarétt á LPGA 2015. Í dag verður Stephanie Meadodw kynnt, en Casey Grice hefir áður verið kynnt.

Stephanie Meadow fæddist í Jordanstown á Norður-Írlandi, 20. janúar 1992 og er því 23 ára.

Hún var í bandaríska háskólagolfinu og spilaði með University of Alabama.

Fyrsta mót Meadow sem atvinnumanns var árið 2014 á U.S. Women’s Open at Pinehurst.

Í Alabama varð Meadow sú fyrsta í liði sínu, Crimson Tide sem hlaut 4 sinnum first time All American heiðursviðurkenninguna. Eftir að hún útskrifaðist frá Alabama í fyrra og fór það, fór hún jafnframt með metin í flest öllum flokkum.  Þannig var það t.a.m. skólamet að meðaltalsskor hennar var 71.89 í 132 spiluðum hringjum.

Jafnframt vann Meadow sigur 9 sinnum í einstaklingsmótum – sem er þrefalt fleiri unnin mót en í sögu skólans.

Meadow hefir lýst því yfir að hún hafi hug á að spila fyrir Írlands hönd á Sumar Ólympíuleikunum 2016.