Haraldur Franklín Magnús, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2015 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín í 4. sæti e. 1. dag Louisiana Classics

Haraldur Franklín Magnús og The Ragin Cajuns, lið Louisiana Lafayette taka þátt í 30th Annual Louisiana Classics.

Mótið stendur 2.-3. mars 2015 í Oakburne CC í Louisiana.

Þátttakendur í mótinu eru 81 frá 14 háskólum.

Eftir 1. dag og tvo leikna hringi er Haraldur Franklín T-4, þ.e. deilir 4. sæti ásamt 3 öðrum, sem er stórglæsilegur árangur á þessu sterka móti.

Haraldur Franklín er búinn að spila á samtals 140 höggum (69 71).

Til þess að fylgjast með gengi Haraldar Franklín og The Ragin Cajuns á Louisiana Classic SMELLIÐ HÉR: