Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2015 | 05:00

Olsen biður Tiger afsökunar

Fyrrum PGA Tour leikmaðurinn  Dan Olsen hefir dregið tilbaka staðhæfingar sem hann hafði uppi  s.l. föstudag í útvarpsþætti í Michigan, þar sem hann sagði að fjarvera Tiger frá golfinu væri vegna þess að PGA Tour hefði sett Tiger í bann fyrir að falla á lyfjaprófi.

„Ég dreg til baka allt viðtalið,“ sagði Olsen í yfirlýsingu sinni til  WVFN AM 730, þar sem viðtalið fór upphaflega í loftið. „Athugasemdir mínar voru sagðar að illa athuguðu máli. Ég ætla að biðja Nike, PGA Tour, Phil Mickelson, Tiger Woods og Tim Finchem afsökunar.“

Viðbrögðin við ummælum Olsen voru mikil, þar sem víða var fjallað um þau í gær.

Varaforseti PGA Tour, Ty Votaw, hafði m.a. eftirfarandi um ummæli Olsen um Tiger að segja: „Það er ekki sannleikskorn í þessum staðhæfingum. Við harðneitum þessum ásökunum.“

Umboðsmaður Tiger, Mark Steinberg hafði eftirfarandi um málið að segja: „Þessar ásakanir eru algerlega, ótvírætt og að öllu leyti rangar. Það eru engar sannar heimildir fyrir þeim og þær eru algerlega fáránlegar.  PGA túrinn hefir staðfest að þessar ásakarnir séu ekki sannar að neinu leyti.

Hér má hlusta á viðtal David „Mad Dog“ Demarco við Dan Olsen í heild sinni SMELLIÐ HÉR: