Olsen biður Tiger afsökunar
Fyrrum PGA Tour leikmaðurinn Dan Olsen hefir dregið tilbaka staðhæfingar sem hann hafði uppi s.l. föstudag í útvarpsþætti í Michigan, þar sem hann sagði að fjarvera Tiger frá golfinu væri vegna þess að PGA Tour hefði sett Tiger í bann fyrir að falla á lyfjaprófi.
„Ég dreg til baka allt viðtalið,“ sagði Olsen í yfirlýsingu sinni til WVFN AM 730, þar sem viðtalið fór upphaflega í loftið. „Athugasemdir mínar voru sagðar að illa athuguðu máli. Ég ætla að biðja Nike, PGA Tour, Phil Mickelson, Tiger Woods og Tim Finchem afsökunar.“
Viðbrögðin við ummælum Olsen voru mikil, þar sem víða var fjallað um þau í gær.
Varaforseti PGA Tour, Ty Votaw, hafði m.a. eftirfarandi um ummæli Olsen um Tiger að segja: „Það er ekki sannleikskorn í þessum staðhæfingum. Við harðneitum þessum ásökunum.“
Umboðsmaður Tiger, Mark Steinberg hafði eftirfarandi um málið að segja: „Þessar ásakanir eru algerlega, ótvírætt og að öllu leyti rangar. Það eru engar sannar heimildir fyrir þeim og þær eru algerlega fáránlegar. PGA túrinn hefir staðfest að þessar ásakarnir séu ekki sannar að neinu leyti.
Hér má hlusta á viðtal David „Mad Dog“ Demarco við Dan Olsen í heild sinni SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
