Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2015 | 10:00

GKG: Myndskeið Magga ræsis um gamla klúbbhúsið, fyrstu skóflustunguna og nýju íþróttamiðstöðina

Maggi ræsir hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar bjó til flott myndskeið um gamla klúbbhús GKG, sem flutt var fyrir helgi  til Hafnarfjarðar nánar tiltekið til Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar, þar sem húsið mun framvegis verða.

Þann 28. febrúar þ.e. á laugardaginn s.l. var tekin skóflustunga að nýrri íþróttamiðstöð GKG og var það formaður GKG Guðmundur Oddsson, sem hana tók ásamt Gunnlaugi Sigurðssyni fv. formanni.

Sjá má ræðu sem Guðmundur Oddsson hélt við það tilefni með því að SMELLA HÉR: 

Áætlað er að nýja íþróttamiðstöðin muni kosta 660 milljónir ísl. kr. en þar af greiða GKG og sveitarfélögin sem að klúbbunum standa sitt hvern þriðjung upphæðarinnar.

Myndskeið Magga ræsis er þrískipt þ.e. fyrst um gamla klúbbhúsið, svo fyrstu skóflustunguna og í þriðja lagi um nýju íþróttamiðstöðina; allt undir undirspili vel valinnar tónlistar af hans hálfu.

Til þess að sjá myndskeið Magga ræsis SMELLIÐ HÉR: