Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2015 | 09:14

GF: Árni Tómasson nýr formaður

Aðalfundur GF fór fram föstudagskvöldið 27. febrúar sl. í golfskála klúbbsins. Á fundinum var m.a. afgreiddur nýr samningur milli GF og vallareigenda.

Frá aðalfundi Golfklúbbs Flúða

Frá aðalfundi Golfklúbbs Flúða

Ragnar Pálsson sem verið hefur formaður GF undanfarin 4 ár, gaf ekki kost á sér áfram, en mun áfram koma að starfi GF á öðrum sviðum.

Kristján Geir Guðmundsson, meðstjórnandi og Margrét Birna Skúladóttir í varastjórn gáfu ekki kost á sér áfram.

Árni Tómasson var kosinn nýr formaður.

Einnig voru þau Herdís Sveinsdóttir og Árni Þór Hilmarsson boðin velkomin til starfa hjá GF, en Herdís kom inn sem meðstjórnandi og Árni Þór í varastjórn.

Á fundinn mættu um 50 félagsmenn, sem telst góð mæting í ljósi þess tíðarfars sem verið hefur að undanförnu.

Það eru spennandi tímar framundan hjá GF með þeim áskorunum sem fylgja starfinu. Bíða þeir GF-ingar eftirvæntingafullir eftir vorinu !