Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2015 | 08:30

PGA: Frábært glompuhögg Berger á 3. hring Honda Classic

Bandaríski kylfingurinn Daníel Berger er e.t.v. ekki sá þekktasti á PGA Tour.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: 

Hann er þó að gera góða hluti á The Honda Classic; er T-4 eftir 3. hringi.

Á 3. hring átti Berger frábært högg úr flatarglompu á par-3 17. holu PGA National vallarins í Palm Beach, en boltinn fór beint ofan í úr 65 feta (þ.e. u.þ.b. 20 metra) fjarlægð.

Til þess að sjá þetta flotta flatarglompuhögg Berger SMELLIÐ HÉR: